14.9.2011 | 15:09
Björn Valur ætti að skammast sín.
Nú er ég hneyksluð.
Þvílíkur dónaskapur og óvirðing við forsetann. Skammastu þín Björn Valur og hafðu manndóm í þér til að biðjast afsökunnar.
Forsetinn hefur leyfi til að segja sína skoðun eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.
![]() |
Talaði um „forsetaræfilinn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2010 | 23:38
Var hann að fatta það núna ?
Fyrir mér er þetta ekkert nýtt. Ég hef alla mína ævi vitað að Guð skapaði ekki heiminn...jæja, næstum því alla ævi. Þ.e.a.s. eftir að ég komst til vits og ára.
Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að ég haldi smávegis í mína gömlu barnatrú, því við erum nú einu sinni þannig gerð, alla vega flest okkar, að við þurfum að trúa einhverju eða á eitthvað.
Ég trúi hinu og þessu, en ég hef mesta trú á því góða í manneskjunni sjálfri.A.m.k. í flestum okkar.
En þrátt fyrir mismunandi trú, þá er það staðreynd að enginn Guð kom nálægt sköpun heimsins né mannsins. Hverju aðrir trúa, er algjörlega þeirra mál og mér dettur ekki til hugar að reyna að breyta því, alveg eins og ég kæri mig ekki um að aðrir reyni að breyta minni trú.
Hins vegar er eitthvað til sem við getum ekki útskýrt, hvorki á trúarlegan né vísindalegan hátt.
![]() |
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2010 | 13:11
Nikótínisti = Grínisti.
Þegar ljóst varð að Jón Gnarr yrði borgarstjóri, datt mér helst í hug að þarna væri eitthvað grín á ferðinni. En svo reyndist ekki.
Hann hefur vissulega margt til síns ágætis, en satt best að segja er ég nokkuð viss um að hann hefur ekki mikið meira vit á málefnum borgarinnar og hvernig á að reka hana, frekar en ég.
En hann hefur fólk í kringum sig sem þekkir hlutina niður í kjölinn, sem betur fer. Og vafalaust fær hann góða reynslu.
En hann er og verður alltaf grínisti í mínum augum og erfitt að taka hann alvarlegan. Mér finnast öll hans svör bera þess augljós merki að hann kann að breiða yfir vanþekkingu sína og svarar aldrei neinu beint.
En þetta er bara mitt mat og kannski hef ég rangt fyrir mér. En nýjasta innlegg hans sannar svo ekki verður um villst að hann er grínisti og leikari af Guðs náð.
Það finnst mér vera hans rétti starfsvettvangur. Engu að síður þá óska ég honum velfarnaðar í starfi.
![]() |
Pirringur vegna nikóktínfíknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2010 | 16:00
Dramb er falli næst !!
Þvílíkur hrokagikkur...verð ég bara að segja.
Það er náttúrulega mjög gott að vera hafin yfir lög og reglur og gera bara það sem maður vill sjálfur, burtséð frá því, á hverjum maður treður eða særir og svívirðir.
Það er líka mjög gott að vera svo fullur af sjálfsáliti að maður telur allt sem maður gerir vera rétt og alla aðra gera rangt og vera sér óæðri og heimska.
Það er líka mjög pínlegt að vera eftirlýstur glæpamaður þegar maður er saklaus eins og nýfætt ungabarn. Þess vegna er alveg fáranlegt að ætlast til þess að maður komi yfir hafið til að svara til saka hjá saksóknara.
Ég verð bara að segja að ég vorkenni þessu fólki á einn eða annan hátt, því þeir sem standa efst, falla neðst. Og það er auðvitað öllum öðrum að kenna en þeim sjálfum.
En verst þykir mér þegar fólk er bæði siðblint og illa innrætt.
![]() |
Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2010 | 20:57
Sælir eru saklausir !!!
Látum það gott heita að kirkjuráð biðjist fyrirgefningar, þó ég sjái ekki tilganginn með því. Skaðinn er skeður og þessum hörmulegum atburðum verður ekki breytt með örfáum afsökunarorðum.
Mér finnst líka alltaf dálítið undarlegt þegar beðist er afsökunnar fyrir hönd einhverrar stofnunar. Ekki er það stofnuninni sem slíkri að kenna, að innan hennar leynast úlfar í sauðagæru.
Og ekki getur það verið öllum kirkjunnar þjónum að kenna að nokkur rotin epli eru á meðal þeirra. Það er því fádæma barnalegt að dæma alla aðra eftir þessum skemmdu eplum.
Ef einhver myndi sparka í mig, þá myndi ég ekki fara fram á að allir ættingjar viðkomandi myndu biðja mig afsökunar fyrir hönd sökudólgsins.
Það hlýtur alltaf, first og fremst, að vera ábyrgð þess sem af sér braut, ekki þeirra sem standa honum nærri. Hitt vita svo allir að Ólafur Skúlason er komin undir sex fetin og biður engan afsökunnar héðan af, né játar brot sín, enda gerði hann það ekki heldur í lifenda lífi.
Við verðum bara að vona að æðri dómstóll sjái um að hann hljóti makleg málagjöld.
![]() |
Kirkjuráð biðst fyrirgefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2010 | 15:18
Sannleikur er seinn í för !!
Mál þetta er allt hið undarlegasta að mínu mati. Ég ætla ekki að rengja það að Sigrún Pálína hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Ólafs Skúlasonar, því þrátt fyrir að ég hafi aldrei þekkt manninn, þá fékk ég alltaf hroll þegar ég sá hann og í mínum huga var ég sannfærð um að hann væri kynferðis-afbrotamaður. Ég gæti rökstutt það en ætla ekki að gera það að svo komnu máli.
Séra Karl Sigurbjörnsson þekki ég ekki og vil ekki tjá mig um hann núna. En hins vegar kyngi ég ekki ásökunum hennar á hendur séra Hjálmari Jónssyni. Þar fer hún langt yfir strikið. Í fyrsta lagi var Hjálmar ekki starfandi prestur þá, en engu að síður bundinn þagnarskyldu. Ég trúi því og veit að hann hefur gert það sem hann gat til að aðstoða Sigrúnu P. Það var hins vegar ekki hans að ganga lengra en að reyna að fá biskup til að viðurkenna sök og sættast og segja af sér. Hvað meira gátu þeir Karl gert ?
Ekki gátu þeir kært til lögreglu og lýst atburðum sem þeir voru ekki vitni að, það var algjörlega í verkahring Sigrúnar sjálfrar. Að túlka bænastundir sem tilraun til að heilaþvo hana, er alveg fádæma heimskulegt að láta út úr sér. Að biðja á erfiðum stundum er nákvæmlega það sem prestar gera.
Þar sem biskup er æðsti yfirmaður kirkjunnar þá er erfitt fyrir undirmenn hans að segja honum fyrir verkum og ekki geta þeir farið með málið í fjölmiðla, því það væri að bregðast trúnaði við skjólstæðinga og brjóta þagnarskyldu sína. Þetta á Sigrún P að vita.
Hvað vildi hún í rauninni að þeir gerðu fyrir hana? Mér finnst það fremur óljóst. Hún vildi að þeir styddu hana til að halda áfram með málið. Hvert vildi hún fara með málið ? Hefði ekki verið mikklu réttara að fara sjálf beinustu leið til lögfræðings og láta hann sjá um áframhaldið ?
Annað sem vekur furðu mína, er að eftir öll þessi ár, beinir hún spjótum sínum að Hjálmari og Karli. Af hverju gerði hún það ekki strax? Mér finnst eitthvað liggja að baki því að hún byrjar að höggva í þessa menn núna, eitthvað annað en hún gefur upp.
Ég efast ekki um að hún er fórnarlamb, en það er ekki rétt leið að ná fram hefndum eða réttlæti með því að draga vandaðan og góðan mann í svaðið, vegna þess að hendur hans voru bundnar og hann gerði sitt besta, sem greinilega var ekki nógu gott fyrir þessa konu.
Af hverju gerðu þeir ekki þetta eða hitt ef þeir trúðu okkur, er viðkvæðið hjá Sigrúnu. Ég spyr bara á móti, af hverju gerðu þær það ekki sjálfar til að ná fram réttlæti og sanna ásakanir sínar? Af hverju stóðu þær ekki fastar á sínu þrátt fyrir allt?
Að lokum vil ég segja eitt sem stakk mig þegar ég hlustaði á viðtalið við Sigrúnu á stöð 2 fyrir stuttu. Manneskja sem verður fyrir kynferðislegri áreitni lýsir því ekki yfir fyrir framan alþjóð að það hafi verið sagt við hana að það væri skiljanlegt að Ólafur hafi leitað á hana, vegna þess að hún sé svo flott !!!! Þetta segir kona aðeins í fámennum vinahóp. Auk þess myndi enginn heilvita maður láta þessi orð út úr sér á sama andartaki og kona segist hafa verið beitt kynferðislegri áreitni.
Hver er að reyna að hvíþvo sjálfan sig, spyr ég nú bara ??
![]() |
„Hann er að reyna að hvítþvo sjálfan sig“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
TARA
Bloggvinir
-
kermit
-
neytendatalsmadur
-
stebbifr
-
hildurhelgas
-
gudmunduroli
-
bene
-
offari
-
finni
-
gagnrynandi
-
morgunblogg
-
larahanna
-
frisk
-
omarragnarsson
-
icekeiko
-
jakobk
-
rutlaskutla
-
ollana
-
kreppan
-
drum
-
svanurmd
-
pallvil
-
bjornf
-
thj41
-
snjolfur
-
amman
-
lillo
-
altice
-
hvitiriddarinn
-
taoistinn
-
holmdish
-
taraji
-
brv
-
brandarar
-
zerogirl
-
fannarh
-
olofdebont
-
fhg
-
nimbus
-
helgafell
-
jonsnae
-
svertingur
-
runirokk
-
svanurg
-
birgitta
-
baldurkr
-
huldumenn
-
mofi
-
don
-
ingibjhin
-
fridust
-
einarolafsson
-
himmalingur
-
gattin
-
egvania
-
sur
-
sviss
-
hugsadu
-
jon-o-vilhjalmsson
-
toshiki
-
ingabesta
-
tso
-
grasteinn
-
hallaj
-
lis
-
vefritid
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar